Bólusetning gegn COVID-19 dregur úr líkum á að smitast af sjúkdómnum og minnkar líkur á alvarlegum veikindum ef fólk veikist. Mælt er með að 60 ára og eldri þiggi örvunarbólusetningu ef meira en 6 mánuðir eru liðnir frá síðasta skammti. Það sama á við um þau sem hafa langvinna sjúkdóma.
Bólusett er á heilsugæslustöðvum um allt land. Í flestum tilvikum þarf að panta tíma. Hægt er að kynna sér fyrirkomulagið á vefsíðum viðkomandi stofnana. Heilsugæsla höfuðborgarsvæðisins bíður auk þess upp á bólusetningu í Álfabakka 14a í Mjódd. Þar er opið á milli kl. 9:00 og 15:00 alla virka daga og óþarfi að panta tíma.