COVID-19 bólusetning

Kaflar
Flokkur
Útgáfudagur

Bólusetning gegn COVID-19 dregur úr líkum á að smitast af sjúkdómnum og minnkar líkur á alvarlegum veikindum ef fólk veikist. Mælt er með að 60 ára og eldri þiggi örvunarbólusetningu ef meira en 6 mánuðir eru liðnir frá síðasta skammti. Það sama á við um þau sem hafa langvinna sjúkdóma.

Bólusett er á heilsugæslustöðvum um allt land. Í flestum tilvikum þarf að panta tíma. Hægt er að kynna sér fyrirkomulagið á vefsíðum viðkomandi stofnana. Heilsugæsla höfuðborgarsvæðisins bíður auk þess upp á bólusetningu í Álfabakka 14a í Mjódd. Þar er opið á milli kl. 9:00 og 15:00 alla virka daga og óþarfi að panta tíma.

Var þetta efni hjálplegt?
Markmið vefsins er að veita upplýsingar um öll mál er varða heilsu. Allar ábendingar til að bæta vefinn eru vel þegnar.