Fara á efnissvæði
Fara á efnissvæði

Slökun

Kaflar
Flokkur
Útgáfudagur

Slökun er góð leið til að auka vellíðan, draga úr álagi, bæta svefn og auka lífsgæði. Eins og með flest annað þá skapar æfingin meistarann og til að eiga auðvelt með að ná góðri slökun þarf að æfa sig reglulega. 

Víða má finna bækur, hljóðupptökur eða smáforrit með slökunaræfingum eða tónlist. Einnig getur verið gott að slaka á í baði, í heita pottinum eða fara í slökunarnudd. Rólegar athafnir, eins og að lesa, prjóna eða púsla, geta einnig hjálpað okkur að slaka á. Þá hefur regluleg hreyfing þau áhrif að fólk á oft auðveldara með að slaka á í kjölfarið. 

Það er mikilvægt fyrir alla að kunna aðferðir sem henta til að ná góðri slökun. Hér fyrir neðan er einföld en áhrifarík aðferð sem fólk getur lært og hægt er að beita nánast hvar sem er:

  • Koma sér vel fyrir í rúmi, sófa eða stól og loka augunum.
  • Byrja á því að kreppa tærnar eins fast og hægt er og halda spennunni á meðan talið upp á 10. Lykilatriði er að taka vel eftir spennunni á meðan hún varir og beina huganum að henni.
  • Sleppa svo takinu og slaka alveg á í u.þ.b. 20 sekúndur áður enfarið er yfir í næsta líkamshluta. Taka vel eftir því hvernig slaknar á vöðvunum og ró færist yfir þegar slakað er á spennunni.
  • Fikra sig svo upp líkamann og taka fyrir hvern vöðvahóp með sama hætti, kálfa, læri og rass, kviðvöðva, bakvöðva, axlir, handleggi og lófa.
  • Enda á andlitinu þar sem kreist er saman andlitið eins og hægt er, klemmt aftur augun eins og verið sé að draga andlitið saman í hnút, og halda spennunni í 10 sekúndur áður en slakað er á.
  • Liggja eða sitja áfram í dálitla stund og finna hvernig kyrrð hefur færst yfir líkamann.

Happ App er andleg heilsuefling sem byggir á jákvæðri sálfræði. Í appinu eru jákvæð inngrip í formi æfinga sem fólk getur gert til þess að auka andlega vellíðan sína.

Vilt þú efla andlega heilsu?

Hegðun hefur mest áhrif á lífsgæði og líðan að erfðum undanskildum. Sjáðu hvernig staðan er hjá þér.