Fara á efnissvæði
IS
EN
PL

Pelar og snuð

Kaflar
Flokkur
Útgáfudagur

Til að koma í veg fyrir sýkingar er mikilvægt að gæta fyllst hreinlætis við blöndun ungbarnablöndu, þvo vel hendur áður en byrjað er að blanda og nota hreina pela og túttur. Ekki þarf að sjóða pela, túttur og snuð en þvo vel eins og önnur matarílát. Einnig er mælt með því af og til að setja pela, túttur og snuð í hreint ílát, hella sjóðandi vatni yfir og láta liggja í fimm mínútur, sérstaklega fyrir fyrstu notkun. 

Kannið í leiðbeiningum frá framleiðanda hvort pelar, túttur og/eða snuð megi fara í uppþvottavél. Gott er að toga reglulega í túttuna og snuðið til að athuga hvort hún sé heil. Þegar hún er orðin klístruð er hún ónýt. 

Slitinn barnapeli gæti haft sprungur sem sýklar safnast fyrir í og erfitt er að þrífa. Mælt er með því að henda rispuðum pelum eða pelum með sprungum í. 

Hreinsum pela og snuðs

Hreinsun pela og snuðs, enskur texti. Hreinsun pela og snuðs, pólskur texti.