Hálkuvarnir

Kaflar
Flokkur
Útgáfudagur

Að vetri til er oft hálka og snjókoma. Þá er mikilvægt að huga að hálkuvörnum. 

  • Að moka snjó af stéttum og tröppum er mikilvægt. Þeir sem eiga orðið erfitt með þessi störf gætu ef til vill samið við nágranna sína, fjölskyldu eða vini um aðstoð.
  • Gott er að hafa tiltækan sand til að henda yfir hálar tröppur og gangstéttar áður en farið er út. 
  • Góðir skór með grófum sóla eru nauðsynlegir í hálku og snjó.
  • Mannbroddar eru til í ýmsum gerðum.
    • Fíngerðir broddar eru bestir á ísaða fleti.
    • Grófir broddar eru betri ef snjór eða þykkur ís er á gangstéttum og götum.
  • Þeir sem nota stafi eða hækjur ættu að eiga brodda til að setja á stafina.

Bíddu ekki eftir því að þú dettir á hálkunni

Broddar eru betri en brot

Var þetta efni hjálplegt?
Markmið vefsins er að veita upplýsingar um öll mál er varða heilsu. Allar ábendingar til að bæta vefinn eru vel þegnar.