Öll erum við manneskjur sem njótum jafnréttis samkvæmt lögum og mannréttinda samkvæmt alþjóða lögum. Sem manneskja hefur þú rétt til að:
- Vera eins og þú ert
- Segja nei án þess að fyllast sektarkennd
- Vera meðvituð um og stolt af andlegu atgerfi þínu
- Finna til reiði og tjá þínar tilfinningar
- Biðja um aðstoð, jafnvel þó öll sund virðist lokuð
- Þér sé sýnd virðing og komið fram við þig sem manneskju
- Taka órökréttar ákvarðanir
- Gera mistök og taka ábyrgð gagnvart þeim
- Skipta um skoðun
- Segja: „Ég veit ekki, mér er sama, ég er ósammála og ég skil ekki”
- Gefa ekki skýringar, eða biðjast afsökunar, til að réttlæta gerðir þínar
- Vænta þess að skoðunum þínum verði sýnd viðeigandi virðing
- Virða þarfir þínar til jafns við þarfir annarra
- Láta langanir þínar í ljós, jafnvel þó þær ráði engum úrslitum
- Vera stolt af líkama þínum eins og hann er
- Þroskast, læra og breytast
- Virða aldur þinn og reynslu
- Lifa því trúarlífi sem þú kýst
- Gera stundum kröfur til annarra