Fara á efnissvæði
IS
EN
PL

Berkjubólga

Kaflar
Útgáfudagur

Berkjubólga (e. Bronchitis) er bólga í öndunarvegi lungna (berkjum) sem kemur oftast vegna veirusýkingar og gengur vanalega yfir án meðfeðrar á þremur vikum.

Langvarandi bólga í berkjum kallast krónísk berkjubólga (e. cronic bronchitis) og fellur undir langvinna lungnateppu

Einkenni

Ef um bakteríusýkingu er að ræða fylgir einkennum oftast verkur í brjóstkassa sem versnar við öndun eða hósta, hiti >38.5°C og/eða litaður uppgangur.

Orsök

Oftast eru sömu veirurnar sem valda kvefi eða flensu orskök bráða berkjubólgu en stundum er orsökin bakteríusýking. Í báðum tilfellum, þegar líkaminn berst við sýklana, bólgna berkjurnar og aukin slímmyndun á sér stað. 

Meðferð

Bráð berkjubólga lagast venjulega innan viku til 10 daga án meðferðar en hóstinn getur varað í þrjár vikur.

Sýklalyf eru notuð til meðferðar þegar grunur er um að bakteríusýking sé orsök berkjubólgu.

Önnur meðferð fer eftir einkennum, t.d. hita- og verkjastillandi lyf, hóstasaft eða slímlosandi freyðitöflur. 

Hvenær skal leita aðstoðar?

Leitaðu til heilsugæslunnar ef:

  • Hósti stendur yfir í meira en þrjár vikur
  • Hiti >38.5°C í meira en þrjá daga
  • Verkur er yfir brjóstkassa
  • Litaður uppgangur
  • Endurtekin einkenni

Leitaðu til bráðamóttökunnar ef:

  • Öndunarerfiðleikar
  • Blámi á vörum
  • Skert meðvitund

Finna næstu heilsugæslu eða bráðamóttöku hér.

Hvað get ég gert?

  • Drekka vel af vökva
  • Hvíld
  • Verkjalyf
  • Hóstasaft
  • Anda að sér heitri vatnsgufu
  • Hækka undir höfðagafli
  • Halda fyrir vit við hósta
  • Reglulegur handvottur