Fara á efnissvæði
IS
EN
PL

Bakslag

Kaflar
Flokkur
Útgáfudagur

Ekki örvænta! Það er býsna algengt að fólk fái bakslag einu sinni eða oftar áður en það hættir endanlega tóbaksnotkun. Það er ekki allt farið í vaskinn og ástæðulaust fyrir þig að byrja að nota tóbak aftur. Hér koma í staðinn nokkur ráð um hvernig réttast er að halda áfram til að ná því takmarki að hætta endanlega tóbaksnotkun.

  • Losaðu þig við allt tóbak ef þú átt eitthvað.
  • Segðu sjálfum þér að þetta bakslag hafi verið síðasta skiptið sem þú notar tóbak.
  • Ekki velta þér upp úr samviskubiti. Reyndu í staðinn að átta þig á hvers vegna þú fórst aftur að nota tóbak svo þú getir lært af öllu saman. Þá gengur þér betur að takast á við álíka uppákomu næst og þar með forðast frekari bakslög.
  • Minntu þig á að þú hefur ákveðið að hætta.
  • Leitaðu hjálpar og aðstoðar hjá þeim sem í kringum þig eru, bæði þeim sem þú hittir daglega og hjá okkur hér á heilsuvera.is.
  • Mundu, bakslag þýðir ekki að þig vanti viljastyrk. Það þýðir heldur ekki að tóbakið sé þér svo ómissandi að þú getir ekki rifið þig frá því. Bakslagið þýðir bara að þú hafðir ekki nógu góðan undirbúning til að ráða við einmitt þessa uppákomu sem fékk þig til að nota tóbak. Næst þegar þú lendir í sömu klípu mun undirbúningur þinn duga betur.

Hægt er að fá meðferð og stuðning við að hætta tóbaksnotkun á netspjalli hér á síðunni og í síma 5131700.

Hegðun hefur mest áhrif á lífsgæði og líðan að erfðum undanskildum. Sjáðu hvernig staðan er hjá þér.

Smelltu hér til að meta heilsuhegðun þína