Fara á efnissvæði
IS
EN
PL

Sætuefni

Kaflar
Flokkur
Útgáfudagur

Til sætuefna flokkast t.d. aspartam, súkralósi, stevíólglýkósíð og asesúlfam-k. Þessi sætuefni eiga það sameiginlegt að gefa mikinn sætustyrk en veita enga eða mjög litla orku. 

Mikil neysla drykkja sem innihalda sætuefni getur aukið líkur á sykursýki af tegund 2 og hjarta- og æðasjúkdómum. Drykkir með sætuefnum innihalda einnig ýmsar sýrur, líkt og sykraðir drykkir, sem hafa glerungseyðandi áhrif. Í ráðleggingum um mataræði er mælt með því að drekka lítið eða ekkert af gos-, orku- og svaladrykkjum og drekka frekar vatn í staðinn. Á Hollara vali er sýnt dæmi um drykki sem innihalda sætuefni.