Fara á efnissvæði
IS
EN
PL

Tannhirða á meðgöngu

Kaflar
Flokkur
Útgáfudagur

Góð munnheilsa verðandi móður leggur grunninn að tannheilsu barns. Bakteríur sem valda tannskemmdum geta smitast frá móður til barns. 

Á meðgöngu er meiri hætta á tannskemmdum og bólgum í tannholdi. Góð munnhirða er því mjög mikilvæg barnshafandi konum til að koma í veg fyrir þessi vandamál.

Matarvenjur breytast gjarnan á meðgöngu og það getur aukið líkur á tannskemmdum. Mikilvægt er að  huga að neysluvenjum sem stuðla að góðri tannheilsu og forðast sæta millibita. Ef bakfæði á sér stað á meðgöngu er meiri hætta á súrum tönnum

Hormónabreytingar sem verða á meðgöngunni geta minnkað viðnám tannholdsins þannig að þunguðum konum er hættara við tannholdsbólgum. Vönduð tannhirða er því sérlega mikilvæg á meðgöngunni og dregur úr líkum á tannholdsbólgum. Ekki bara fyrir tannheilsu móðurinnar heldur einnig fyrir tannheilsu barnsins sem hún ber undir belti. 

Tannhirða sem dregur úr líkum á tannskemmdum og tannholdsbólgum felst í því að:

  • Bursta tennur með flúortannkremi að lágmarki tvisvar á dag. Bursta vel með mjúkum bursta við tannholdsbrún og nota millibursta.
  • Tyggja xylitol-tyggjó nokkrum sinnum á dag.
  • Nota tannþráð daglega. 
  • Flúorskola daglega fyrir svefninn. 
  • Klórhexidín munnskol eftir þörfum.

Ljósmóðir í síma 513-1700 alla virka daga milli 10-12