Þunglyndi hjá börnum

Kaflar
Flokkur
Útgáfudagur

Þunglyndi er algeng geðröskun sem lýsir sér þannig að depurð eða leiði varir í lengri tíma. Þunglyndi er meira en einfaldlega að finna fyrir óhamingju, leiða eða pirringi en einkenni þunglyndis geta haft mikil áhrif á daglegt líf og lífsgæði.

Öll finnum við öðru hvoru fyrir depurð eða leiða og það er eðlilegt að vera stundum áhugalaus, orkulaus eða finna fyrir minni ánægju, jafnvel í nokkra daga í senn. Slík einkenni líða yfirleitt fljótt hjá og þarfnast ekki sérstakrar meðferðar. Sjá hér fimm leiðir að vellíðan.

Stutt samantekt um þunglyndi

Börn og ungmenni geta líka upplifað einkenni þunglyndis. Það er mikilvægt að fá snemma aðstoð ef þú telur að barnið þitt sé að glíma við einkenni þunglyndis. Því lengur sem einkennin vara því líklegra er að þau hafi hamlandi áhrif á líf og lífsgæði barnsins þíns og leiði til meiri langvarandi vanda.  

Einkenni þunglyndis eru í eðli sínu svipuð og tímabundinni depurð en einkenni þunglyndis eru stöðugt til staðar í nokkrar vikur eða mánuði. Einkennin eru það hamlandi að þau hafa áhrif á getu til að sinna daglegu lífi og skyldum svo sem skóla, félagslífi og eigin þörfum.

Börn sem finna fyrir þunglyndi getur fundið fyrir sorg eða vonleysi og misst áhugann á hlutum sem áður veittu ánægju. Þunglyndi getur haft áhrif á einbeitingu og úthald.

Ef barn finnur fyrir depurð sem varir stöðugt, meirihluta dagsins, í tvær vikur eða lengur getur verið að um sé að ræða þunglyndi. Þá er ráðlagt að leita til fagaðila, eins og til heimilislæknis.

Sum upplifa hugsanir um að vilja ekki vera til, um sjálfsvíg eða sjálfsskaða. Slíkar hugsanir eru í sjálfu sér ekki hættulegar eða óeðlilegar en þær geta verið óþægilegar og það getur verið gott að fá aðstoð til þess að takast á við slíkar hugsanir.

Góðu fréttirnar eru að það eru til mjög áhrifaríkar aðferðir til þess að takast á við þunglyndi og með réttum viðbrögðum og viðeigandi stuðningi geta flest náð fullum bata.

Talið er að um það bil 5% fullorðinna takist á við þunglyndi hverju sinni. Þunglyndi er ekki merki um veikleika og það er ekki auðvelt að „hrista það bara af sér“. Þunglyndi er algeng geðröskun og öll geta upplifað þunglyndi, líka börn.

Frekari upplýsingar um þunglyndi fullorðna. 

Orsakir

Það sem eykur líkur á að barn eða ungmenni upplifi einkenni þunglyndis geta verið:  

 • Erfiðleikar í fjölskylduumhverfi
 • Einelti eða stríðni
 • Fjölskyldusaga um þunglyndi eða annan geðheilbrigðisvanda
 • Líkamlegt, andlegt eða kynferðislegt ofbeldi 

Stundum ýta ákveðnir atburðir undir einkenni þunglyndis eins og skilnaður foreldra, dauðsfall eða erfiðleikar í skólanum eða í samskiptum við önnur börn. Oft eru það margir atburðir sem saman ýta undir að barnið fari að upplifa þunglyndi. 

Einkenni

Einkenni þunglyndis hjá börnum og ungmennum fela oft í sér:  

 • Áhugaleysi fyrir því sem áður veitti ánægju
 • Leiða eða depurð sem líður ekki hjá 
 • Stöðugan pirring eða reiði
 • Stöðug þreyta og orkuleysi sem á sér ekki aðra skýringu 

Barnið þitt gæti líka:  

 • Átt erfitt með svefn eða sofið meira en venjulega
 • Átt erfitt með að slaka á  
 • Átt erfitt með að einbeita sér
 • Átt erfitt með ákvarðanatöku
 • Borðað meira eða minna en venjulega
 • Fundið fyrir tómleikatilfinningu  
 • Fundið fyrir doða eða skort á tilfinningum
 • Haft minni samskipti við vini og fjölskyldu
 • Haft hugsanir um dauðann, sjálfsskaða eða sjálfsvíg
 • Skort sjálfstraust
 • Talað um að finna fyrir samviskubiti eða skorti á sjálfsvirði
 • Upplifað breytingar á þyngd
 • Verið sinnulaust eða daufara en venjulega
 • Stundað sjálfsskaða eins og að skera í húðina eða taka ofskammt af lyfjum 

Sum börn finna líka fyrir kvíða og sum finna fyrir líkamlegum einkennum eins og höfuðverkjum eða magapínu.

Erfiðleikar í skólaumhverfinu eða breytingar á hegðun geta verið vísbending um að börn og ungmenni séu að glíma við þunglyndi.  

Eldri börn gætu misnotað áfengi eða vímuefni. 

Takast á við depurð og þunglyndi

Ef talið er að barn geti verið að glíma við depurðareinkenni er mikilvægt að ræða við það. Æskilegt er að komast að því hvað er að angra barnið og hvernig því líður.  

Það er mikilvægt að taka barnið alvarlega, sama hvað málið snýst um og hvað umönnunaraðilanum finnst um það. Það er ekki víst að öðrum finnist það vera stórt vandamál en barnið gæti upplifað það sem slíkt.  Ef barnið vill ekki ræða málið er gott að upplýsa það að það geti leitað til umönnunaraðila ef það þarf á því að halda. Gott er að hvetja barnið til þess að ræða við einhvern sem það treystir, eins og annan fjölskyldumeðlim, vin eða einhvern í skólanum.    

Það gæti verið hjálplegt að ræða við aðra sem þekkja barnið eins og aðra umönnunaraðila eða fjölskyldumeðlimi. Það getur verið gott að ræða við skóla barnsins til þess að komast að því hvort áhyggjur hafi vaknað þar. Æskilegt er að sé til staðar gott samstarf á milli skóla og fjölskyldu til þess að tryggja að barnið fái þann stuðning þar sem það þarf.  

Ef barnið lýsir þunglyndi er hægt að prófa að:  

Skoða ráðleggingar við þunglyndi hjá fullorðnum þar sem sömu ráð eiga við hjá börnum.  

Ef einelti er að ýta undir þunglyndi er mikilvægt að takast á við það í samvinnu við það umhverfi þar sem eineltið á sér stað.  

Mikilvægt er að huga m.a. að því að barnið:  

Meðferð barna með þunglyndi

Meðferði barna og ungmenna við þunglyndi er aðlöguð að aldri og einkennum barnsins og felur yfirleitt í sér aðstoð og samvinnu við umönnunaraðila. Það getur verið að umönnunaraðili fái þjálfun og sjálfshjálparefni til þess að nota á milli tíma. 

Ef einkennin eru væg getur verið byrjað á að fylgjast með þróun einkenna. Ef vandinn líður ekki hjá er mælt með samtalsmeðferð eins og hugrænni atferlismeðferð í hóp eða á rafrænu formi. Við miðlungs til alvarlegum einkennum hjá börnum er mælt með einstaklingsmeðferð eins og hugrænni atferlismeðferð. Í sumum tilfellum er veitt lyfjameðferð og stundum er mælt með stuðningi eins og fjölskyldumeðferð.  

Meðferðin getur falið í sér samstarf við ytri aðila eins og skóla, félagsþjónustu eða önnur úrræði. Stundum er meira viðeigandi að vísa í aðra þjónustu eins geðheilsuteymi og þegar einkennin eru alvarlegri getur verið vísað í sérhæfða þjónustu eins og á spítalanum.

Hvenær skal leita aðstoðar?

Við bráðum alvarlegum vanda er hægt að leita beint til geðdeildar LSH, hringja í 112 eða hafa samband við 112.is Einnig er hægt að hafa samband við 112 í 112 appinu. 

Mælt er með því að leita aðstoðar ef einkenni þunglyndis eru til staðar í tvær vikur eða lengur og hafa hamlandi áhrif á getu til að sinna athöfnum daglegs lífs. Þá er meðal annars hægt að leita til heilsugæslunnar eða til fagaðila á stofu. 

Á heilsugæslu fer fram mat á geðrænum vanda og meðferð við algengum geðrænum vanda eins og félagsfælni. Við grun um þunglyndi gæti verið vísað áfram til sálfræðings á heilsugæslustöðinni sem getur gert ítarlegt mat á vanda og veitt sértæka meðferð við þunglyndi. Ef sálfræðiþjónustu er óskað skal hafa samband við þá heilsugæslustöð sem notandi er skráður á.   

Finna næstu heilsugæslu hér. 

Var þetta efni hjálplegt?
Markmið vefsins er að veita upplýsingar um öll mál er varða heilsu. Allar ábendingar til að bæta vefinn eru vel þegnar.