Áhugavert

Kaflar
Flokkur
Útgáfudagur
Eitruð efnablanda

Eitruð efnablanda

Í tóbaki eru um það bil 7.000 efnasambönd. Rúmlega 70 þeirra geta valdið krabbameini. Dæmi um efni í tóbaki: ammoníak, kvikasilfur, blý, formaldehýð og vetnisklóríð (saltsýra).

Færri reykja á meðgöngu

Færri reykja á meðgöngu

Í finnskri rannsókn (Smoking during pregnancy and fetal brain development by Mikael Ekblad) frá 2013 kemur fram að tíðni kvenna á Norðurlöndunum sem reykja við upphaf meðgöngu lækkaði jafnt og þétt á árunum 1983-2009. Í Danmörku, Noregi og Finnlandi var tíðnin í kringum 15% árið 2009 en um 7,5% í Svíþjóð. Finnland var eina landið þar sem tíðni reykinga við upphaf meðgöngu lækkaði ekki samhliða lækkun á tíðni reykinga almennt. Lækkun á tíðni við enda meðgöngutíma átti sér hins vegar stað í öllum löndunum. Ísland var ekki með þar sem engin gögn voru tiltæk um þetta árið 2010.

Um helmingur Íslendinga hefur aldrei notað tóbak

Um helmingur Íslendinga hefur aldrei notað tóbak

Samkvæmt niðurstöðum rannsóknarinnar Heilsu og líðan Íslendinga frá árinu 2012 var sá hópur landsmanna sem aldrei hafði reykt orðinn fjölmennari en sá hópur sem reykti eða hafði hætt að reykja. Nýrri kannanir sýna einnig að tíðni reykinga meðal nemenda á grunnskólaaldri er með því lægsta sem þekkist í Evrópu. 

Var þetta efni hjálplegt?
Markmið vefsins er að veita upplýsingar um öll mál er varða heilsu. Allar ábendingar til að bæta vefinn eru vel þegnar.