Aðhald, eftirlit og stuðningur foreldra hefur jákvæð áhrif á námsárangur barna og ungmenna. Börn sem eru í stöðugum og jákvæðum samskiptum við foreldra sína og fá mikinn stuðning frá þeim, eru líklegri til að líða vel í skóla og eignast vini þar sem svipað samskiptamynstur er haft í heiðri. Börn sem búa í stöðugu og öruggu umhverfi eru ólíklegri til þess að upplifa andlega vanlíðan á borð við þunglyndi, kvíða og reiði heldur en börn sem búa við erfiðar heimilisaðstæður.
Ungt fólk 2014