Tennur í sýrubaði

Sýra leysir upp glerung tannanna. Þó glerungurinn sé harðasta efni líkamans er hann berskjaldaður þegar hann er látinn liggja í sýrubaði. Það er til dæmis sýra í orkudrykkjum, gosdrykkjum, svaladrykkjum og sítrónuvatni og ef verið er að súpa á þessum drykkjum í tíma og ótíma eru tennurnar í sífelldu sýrubaði með tilheyrandi glerungseyðingu. Til að halda heilbrigði tannanna þurfa þær að fá að vera í friði milli máltíða þannig að sýrustigið í munninum nái jafnvægi. Við þorsta er best að drekka vatn.

Sjá nánar á veggspjaldinu „Þitt er valið“.

Í myndbandinu hér að neðan er skýrt hvernig sýran eyðir glerungnum.

Þessi grein var skrifuð þann 16. mars 2017

Síðast uppfært 29. nóvember 2019