Áhugavert

Kaflar
Flokkur
Útgáfudagur
Hver ber ábyrgð á tannheilsu?

Hver ber ábyrgð á tannheilsu?

Mælt er með því að tennur barna séu burstaðar að minnsta kosti tvisvar á dag, fyrir svefn og á morgnana. Foreldrar bera ábyrgð á að bursta tennur barna sinna á kvöldin og morgnana. Flest börn borða morgunmat og hádegismat á leikskólanum. Fyrir hvíldina er því kominn tími á tannhirðu. Eru tennur barnsins þíns burstaðar eftir hádegismatinn? Umönnunaraðili barnsins á þessum tíma bera ábyrgð á því.

Flestir leikskólar huga vel að því að hindra útbreiðslu sýkla með því að aðstoða börnin við handþvott til dæmis eftir klósettferðir og fyrir matinn. Að bursta tennurnar eftir hádegismatinn er áhrifarík leið til að hindra útbreyðslu þeirra sýkla sem valda tannskemmdum.

Hér má sjá leiðbeiningar Embættis landlæknis um tannhirðu í heilsueflandi leikskólum. Á þessu skemmtilega myndbandi má sjá hvernig leikskóli getur með einföldum hætti stuðlað að betri tannheilsu leikskólabarna.

Sítrónuvatn og heilsan

Sítrónuvatn og heilsan

Margir telja að volgt sítrónuvatn í upphafi dags sé heilsubót. Fyrir tennurnar er því þveröfugt farið. Sítrónur eru súrar og volgt sýrubað fyrir tennurnar er ekki góð hugmynd. Þetta eykur hættuna á glerungseyðingu og skaðar tennurnar.

Var þetta efni hjálplegt?
Markmið vefsins er að veita upplýsingar um öll mál er varða heilsu. Allar ábendingar til að bæta vefinn eru vel þegnar.