Svefnþörf ungmenna er 8 til 11 klukkustundir á sólarhring. Svefnþörfin eykst gjarnan á unglingsárunum en þá ber svo við að unga fólkið fer að sofa minna.
Þeir nemendur í 7. bekk sem fara í háttinn fyrir kl. 22.00 eru 47,5% en í 9. bekk eru að aðeins 6,5% sem fara í háttinn fyrir kl. 22.00. Það kemur því ekki á óvart að 36% nemenda í 9. bekk finna oft til þreytu yfir daginn.
Gera má ráð fyrir að flestir nemendur þurfi að vakna á milli 7 og 7:30 á morgnana og til að ná 10 tíma svefni þyrftu allir að vera komnir í háttinn fyrir kl. 22.00.
Þessar upplýsingar eru úr gagnagrunni skólaheilsugæslunnar fyrir skólaárið 2015-2016.