Áhugavert

Kaflar
Flokkur
Útgáfudagur
Tölvan blekkir líkamsklukkuna

Tölvan blekkir líkamsklukkuna

Líkamsklukkan okkar hefur áhrif á svefnmynstrið. Það eru birtubreytingar sem stýra þessari klukku. Þegar dimmir sækir syfjan á og þegar birtir vöknum við. En í dag getum við kveikt ljósin þegar fer að skyggja og ef horft er á skjáinn fá augun birtuna af skjánum og þetta getur truflað líkamsklukkuna svo hún áttar sig ekki á því að það er að koma nótt. Það er af þessu sem snjallt er að hætta að horfa á skjáinn hálftíma til klukkutíma áður en farið er að sofa og snjalltækin eiga ekkert erindi í rúmið með fólki. Best að geyma þau utan svefnherbergja á nóttunni.

Á skurðarborði vegna syfju?

Á skurðarborði vegna syfju?

Staðreyndirnar tala sínu máli í umferðinni. Þegar einn bíll keyrir framan á annan bíl er það í 13% tilvika vegna syfju og þegar bíll keyrir útaf er það í 12% tilvika vegna syfju. Átta manns létu lífið í umferðinni á árunum 1998 til 2004 vegna syfju.

Verum ábyrg og keyrum ekki syfjuð. Sjá leiðbeiningar frá Samgöngustofu hér.

Aukin svefnþörf - minni svefn

Aukin svefnþörf - minni svefn

Svefnþörf ungmenna er 8 til 11 klukkustundir á sólarhring. Svefnþörfin eykst gjarnan á unglingsárunum en þá ber svo við að unga fólkið fer að sofa minna.

Þeir nemendur í 7. bekk sem fara í háttinn fyrir kl. 22.00 eru 47,5% en í 9. bekk eru að aðeins 6,5% sem fara í háttinn fyrir kl. 22.00. Það kemur því ekki á óvart að 36% nemenda í 9. bekk finna oft til þreytu yfir daginn.

Gera má ráð fyrir að flestir nemendur þurfi að vakna á milli 7 og 7:30 á morgnana og til að ná 10 tíma svefni þyrftu allir að vera komnir í háttinn fyrir kl. 22.00.

Þessar upplýsingar eru úr gagnagrunni skólaheilsugæslunnar fyrir skólaárið 2015-2016.

Var þetta efni hjálplegt?
Markmið vefsins er að veita upplýsingar um öll mál er varða heilsu. Allar ábendingar til að bæta vefinn eru vel þegnar.