Áhugavert

Kaflar
Flokkur
Útgáfudagur
Systrasamband

Systrasamband

Skólaverkefni 12 ára stúlku var að taka viðtal við ættingja sem var kominn yfir sjötugt. Stúlkan ákvað að taka viðtal við afasystur sína sem var einhleyp barnlaus kona og uppáhaldsfrænka allra systkinabarna sinna. Ein af spurningunum sem stúlkan átti að spyrja um hljóðaði svo. Hvað er það sem þú sérð mest eftir í lífinu? Gamla konan hugsaði sig um og svaraði svo. „ Ég sé mest eftir því hvað ég var vond við hana Stínu systur þegar við vorum krakkar.“ Þetta svar kom stúlkunni á óvart því hún sá bara þær systur sem mestu máta. Þær voru bara tvær systurnar og aðstoðuð hvor aðra í ellinni báðar orðnar einar og Stína lasburða. Stúlkan horfði á frænku sína og sá að tár kom í augu hennar. Það var greinilega sárt að rifja þetta upp öllum þessum árum síðar og skilaboðin til stúlkunnar voru skýr. „Þú skalt alltaf vera góð við hana Jónu systur þína, ekki stríða henni eða hræða hana. Maður á ekki að láta öðrum líða illa.“

Er leið út?

Er leið út?

Að búa við ofbeldi á heimili sínu er óviðunandi ástand og því ekki óeðlilegt að fólk velti fyrir sér hvaða leiðir eru færar í stöðunni. Mismunandi úrræði standa fólki til boða enda mun ekki það sama henta öllum, til þess er mannfólkið of fjölbreytt. 

Félagsvísindastofnun Háskóla Íslands rannsakaði áhrif meðferðarúrræðis sem beitt er hjá Heimilisfriði. Niðurstöðurnar eru áhugaverðar: 

„Þegar konurnar voru spurðar út í ofbeldi af hendi maka bæði áður og eftir að hann hóf viðtalsmeðferðina kom í ljós að verulega dró úr ofbeldi af hendi maka eftir að meðferðin hófst. Síðustu þrjá mánuði áður en maki eða kærasti hóf meðferð hjá Körlum til ábyrgðar sögðust 83% kvennanna einhvern tíma hafa verið beittar líkamlegu ofbeldi af hendi maka, um þriðjungur hafði verið beittur kynferðislegu ofbeldi og níu af hverjum tíu höfðu verið beittar andlegu ofbeldi. Á undangengnum þremur mánuðum sögðust aftur á móti 15% kvenna hafa verið beittar líkamlegu ofbeldi af hendi maka, 11% kváðust hafa verið beittar kynferðislegu ofbeldi á þessu tímabili og 50% sögðust hafa verið beittar andlegu ofbeldi.“ 

Var þetta efni hjálplegt?
Markmið vefsins er að veita upplýsingar um öll mál er varða heilsu. Allar ábendingar til að bæta vefinn eru vel þegnar.