Sykurmagn

Sykurmagn.is er vefsíða sem ætlað er að efla færni barna og foreldra þeirra í fæðuvali. Matvörur sem eru sérstaklega markaðssettar fyrir börn eru oft og tíðum ekki þær æskilegustu fyrir þau. Foreldrar geta hjálpað börnunum að læra að velja æskilegar vörur, t.d. sem innihalda minna en aðrar sambærilegar vörur af viðbættum sykri. Samnorræna merkið Skráargatið, sem tekið hefur verið upp á Íslandi, gerir það einfalt að velja hollara. 

Hvað er viðbættur sykur?

Sykur er náttúrulega til staðar í sumum matvælum, til dæmis sem mjólkursykur í mjólkurvörum og ávaxtasykur í ávöxtum og hreinum söfum. Um viðbættan sykur er hins vegar talað þegar sykri er bætt í matvörur við framleiðslu. Það er ekki bara hvítur sykur sem telst til viðbætts sykurs, heldur einnig:

  • Síróp
  • Hrásykur
  • Púðursykur
  • Mólassi
  • Þrúgusykur (glúkósi)
  • Ávaxtasykur (frúktósi)

Það skiptir ekki máli hvaða nafn eða tegund af sykri er. Það er viðbótin sem slík sem skiptir máli. Almennt er ekki hollara að bæta í matvælin einni tegund sykurs umfram aðra.

Smelltu á myndina.

Skjáskot af forsíðau sykurmagn.is

Þessi grein var skrifuð þann 29. júní 2017

Síðast uppfært 03. febrúar 2020