Fara á efnissvæði
IS
EN
PL

Pelagjöf og magn mjólkur

Kaflar
Flokkur
Útgáfudagur

Áætlað magn mjólkur á sólarhring er miðað við þyngd barna. Þörfin er áætluð 160-180 millilítrar á kíló á sólarhring. Magn mjólkur í pela fer eftir aldri, þyngd og hversu oft barnið drekkur. Ungbarnblöndur eru D-vítamínbættar. Því þurfa börn sem fá meira en 800 ml af ungbarnablöndu á sólarhring ekki aukaskammt af D-vítamíni.

Hér er hægt að sjá magn mjólkur miðað við þyngd barns

   4,0 kg   

   640-720 ml á sólarhring
   (t.d. 80-90 ml í pela í átta skipti)  
4,5 kg    720-810 ml á sólarhring 
5,0 kg    800-900 ml á sólarhring - þarf ekki auka D-vítamín
5,5 kg    880-990 ml á sólarhring - þarf ekki auka D-vítamín
6,0 kg    960-1080 ml á sólarhring - þarf ekki auka D-vítamín

Þegar neysla ungbarnablöndu fer undir 800 ml á sólarhring þarf að byrja aftur að gefa D-vítamín samkvæmt ráðleggingum.

Hér finnur þú leiðbeiningar um hreinsun pela og snuðs.

Ljósmóðir í síma 513-1700 alla virka daga milli 10-12