Mataræði meðal Íslendingsins gefur aðeins þriðjung þess D vítamíns sem ráðlagt er. Yfir sumartímann getum við fengið D vítamín úr sólarljósi en á veturna er nauðsynlegt að taka lýsi eða D vítamín töflur til að fá nóg D vítamín.
D vítamín er í lýsi, feitum fiski eins og síld, laxi, silungi, sardínum og lúðu og í eggjarauðum. D vítamíni er bætt í fjörmjólk, stoðmjólk og D vítamínbætta léttmjólk.
Embætti landlæknis