Ferðamenn

Kaflar
Flokkur
Útgáfudagur

Almennt má segja að þeir sem ferðast til Norðurlandanna, Vestur og Suður Evrópu, Kanada, Bandaríkjanna og Japan þurfi ekki að hafa miklar áhyggjur af alvarlegum sjúkdómum. En það skiptir þó máli hvað ferðamaðurinn er að gera í þessum löndum. Þeir sem ætla á vit náttúrunnar gætu þurft að huga að bólusetningu. Þeir sem ferðast til landa utan þessara svæða þurfa að ráðfæra sig við starfsfólk heilsugæslunnar 2 til 3 mánuðum áður en lagt er upp í ferð til að meta hvort ástæða er til bólusetninga. 

Á vef Alþjóðaheilbrigðismálastofnunarinnar er að finna ítarlegar upplýsingar um útbreiðslu þeirra sjúkdóma sem unnt er að bólusetja gegn.

Einnig er notendavænt vefsvæði Centers for Disease Control and Prevention sem ferðalangar geta skoðað og slegið inn viðeigandi upplýsingar til þess að finna út hvaða bólusetninga er þörf.

Á netspjalli hér á síðunni getur þú fengið ráðleggingar um þær bólusetningar sem þarf, hyggir þú á ferðalög.

Þeir sem hyggja á ferðalög og þurfa bólusetningar greiða sjálfir fyrir þær og í sumum tilvikum getur kostnaðurinn verið talsverður.

Var þetta efni hjálplegt?
Markmið vefsins er að veita upplýsingar um öll mál er varða heilsu. Allar ábendingar til að bæta vefinn eru vel þegnar.