Hreyfitorg

Hreyfitorg er gagnvirk vefsíða sem er ætlað að stuðla að aukinni hreyfingu landsmanna. Hlutverk Hreyfitorgs er að brúa bilið á milli þeirra sem leita eftir skipulagðri hreyfingu fyrir sig eða aðra og þeirra sem standa fyrir tilboðum um hreyfingu. 

Þegar vefurinn hefur fest sig í sessi eiga notendur Hreyfitorgs að geta fengið góða yfirsýn yfir þá hreyfingu sem er í boði á hverjum tíma, hvar sem er á landinu. Þar sem þarfirnar eru mismunandi er mikið lagt upp úr því að notendur geti með einföldum hætti síað út upplýsingar í samræmi við sínar þarfir, borið saman mismunandi valkosti og miðlað þeim áfram.

Hreyfitorgi er sérstaklega ætlað að styðja við Hreyfiseðilinn.

Þessi grein var skrifuð þann 01. nóvember 2016

Síðast uppfært 22. ágúst 2019