Svefnlyf

Kaflar
Flokkur
Útgáfudagur

Svefn er öllum nauðsyn og mikilvægi þess að hvílast vel óumdeilt. Algengt er að svefn truflist og fólk eigi tímabundið erfitt með svefn. Ef ekki duga almenn ráð til að bæta svefninn getur þurft að grípa inn í með notkun svefnlyfja til að stoppa þann vítahring sem oft skapast. Notkun svefnlyfja ætti alltaf að ræða við lækni og hann þarf að ávísa lyfinu. Aldrei ætti að nota lyf sem ávísað hefur verið á aðra. Læknir metur í hverju tilviki fyrir sig hvort svefnlyfjagjöf gagnast og þá hvaða lyf hentar best.

Þau svefnlyf sem mest eru notuð eru ætluð til skammtímanotkunar í nokkra daga upp í 4 vikur en eftir um það bil 4 - 6 vikur hefur líkaminn aðlagast lyfinu og það virkar ekki lengur. Svefnlyf sem tekin eru að staðaldri árum saman eru því ekki gagnleg heldur skaðleg. Þau geta haft áhrif á einbeitingu, skert minni, valdið þreytu og sleni yfir daginn, skert jafnvægi og aukið hættuna á að detta, sérstaklega hjá öldruðum. Svefnlyfjanotkun Íslendinga er sú mesta á Norðurlöndum sem er áhyggjuefni. 

Hafir þú tekið svefnlyf að staðaldri og vilt hætta þeirri notkun er ráðlegt að hafa samband við lækninn þinn og fá aðstoð hjá honum.  Eftir langtímanotkun getur verið erfitt að hætta notkun svefnlyfja vegna fráhvarfseinkenna sem koma þegar notkuninni er hætt. 

Var þetta efni hjálplegt?
Markmið vefsins er að veita upplýsingar um öll mál er varða heilsu. Allar ábendingar til að bæta vefinn eru vel þegnar.