Hvað er lyf?

Kaflar
Flokkur
Útgáfudagur

Til þess að skilgreina lyf er best að líta til framleiðsluferlisins og þess öryggis sem krafist er af lyfjum.

Um lyf gildir:

 • Þau innihalda aðeins þekkt tiltekin efni og hafa skilgreint innihald.
 • Eru ætluð fólki eða dýrum til að fyrirbyggja, greina, meðhöndla eða lækna sjúkdóma, sjúkdómseinkenni og verki eða til að hafa áhrif á líkamsstarfsemi.
 • Sýnt hefur verið fram á með rannsóknum að lyf virki við ofangreindum þáttum og séu örugg í venjulegum skömmtum.
 • Miklar rannsóknir hafa verið gerðar á lyfinu:
  • Vitað er nákvæmlega hversu mikið af virka efninu er í hverju lyfi.
  • Aukaverkanir og milliverkanir lyfsins eru þekktar.
  • Vitað er í hvaða aðstæðum alls ekki megi nota tiltekið lyf.
  • Öryggi lyfsins er þekkt og vel skráð.
  • Framleiðslan er undir ströngu gæðaeftirliti.
 • Lyf eru skráð hjá Lyfjastofnun sem hefur eftirlit með gæðum þeirra.
 • Til eru mismunandi lyfjaform og eru því til ýmsar leiðir til að gefa lyf. Lyf eru til inntöku um munn svo sem töflur, hylki eða vökvi; með sprautu í æð, vöðva eða undir húð; sem áburður eða smyrsli á viðkomandi svæði, t.d. á húðina eða í augun, eyrun, á stílaformi i endaþarm eða leggöng; með nefúða í nef eða sem innöndunarduft í lungu.
 • Ef einhverjar aukaverkanir koma fram við lyfjatöku er rétt að hafa samband við lækni eða lyfjafræðing.
 • Lyf eru seld í lyfjabúðum. Hluti þeirra er seldur í lausasölu en flest lyf er aðeins hægt að kaupa með ávísun frá lækni. Lyf í lausasölu má ekki hafa í sjálfsafgreiðslu heldur þarf afgreiðslufólk lyfjabúða að afgreiða þau. Hægt er að finna hvaða lyf eru seld í lausasölu á Sérlyfjaskrá.

Ef einhverjar aukaverkanir koma fram við lyfjatöku er rétt að hafa samband við lækni eða lyfjafræðing.

Ef afgangur verður af lyfi þarf að farga honum. Öllum lyfjaafgöngum á að skila í glærum poka í lyfjaverslun. Sjá nánar um förgun lyfja.

Nánar má lesa um lyf á vef Lyfjastofnunar.

Var þetta efni hjálplegt?
Markmið vefsins er að veita upplýsingar um öll mál er varða heilsu. Allar ábendingar til að bæta vefinn eru vel þegnar.