Viðhald bólusetninga

Almennt má segja að heilbrigðir fullorðnir einstaklingar undir sextugu þurfi ekki á bólusetningum að halda nema til að undirbúa ferðalög til landa þar sem þörf er á bólusetningum. 

Barnabólusetningar gegn stífkrampa og barnaveiki er óþarfi að endurtaka nema liðin séu meira en 10 ár frá bólusetningu og hætta er á sýkingu af völdum þessara sjúkdóma. Það gæti til dæmis verið ef ætlunin er að ferðast til svæða þar sem þessir sjúkdómar eru landlægir.

Þeir sem orðnir eru 60 ára eða eru haldnir langvinnum sjúkdómum ættu að láta bólusetja sig gegn inflúensu og lungnabólgu af völdum Pnemokokkabakteríunnar.

Á vef Embættis landlæknis er að finna góðar ráðleggingar um bólusetningar fullorðinna.

Á heilsugæslustöðvum má einnig fá leiðbeiningar og ráð varðandi bólusetningar eða á spjallinu hér á síðunni.

Þessi grein var skrifuð þann 29. nóvember 2016

Síðast uppfært 26. ágúst 2019