Verðandi mæður

Bólusetningar á meðgöngu geta verið nauðsynlegar en þær eru ekki allar taldar æskilegar. Alltaf þarf að vega og meta áhættu af bólusetningu á móti ávinningnum og best er að ráðfæra sig við lækni um það í hverju tilviki fyrir sig. Ef til vill er best að bíða með ferðalög til landa þar sem bólusetningar er þörf, þar til eftir fæðingu.

En bólusetning gegn inflúensu?
Þeim konum sem heilsu sinnar vegna er ráðlagt að láta bólusetja sig gegn inflúensu ættu að gera það líka á meðgöngu. Almennt er þó mælt með að bíða með bólusetningu þar til eftir 12. viku meðgöngunnar. Ekki er þó talið að inflúensubólusetning valdi skaða á neinu tímabili meðgöngunnar.

Þessi grein var skrifuð þann 29. nóvember 2016

Síðast uppfært 12. apríl 2019