Ferðamenn

Almennt má segja að þeir sem ferðast til Norðurlandanna, Vestur og Suður Evrópu, Kanada, Bandaríkjanna og Japan þurfi ekki að hafa miklar áhyggjur af alvarlegum sjúkdómum. En það skiptir þó máli hvað ferðamaðurinn er að gera í þessum löndum. Þeir sem ætla á vit náttúrunnar gætu þurft að huga að bólusetningu. Þeir sem ferðast til landa utan þessara svæða þurfa að ráðfæra sig við starfsfólk heilsugæslunnar 2 til 3 mánuðum áður en lagt er upp í ferð til að meta hvort ástæða er til bólusetninga. 

Á vef Alþjóðaheilbrigðismálastofnunarinnar er að finna ítarlegar upplýsingar um útbreiðslu þeirra sjúkdóma sem unnt er að bólusetja gegn. Á heilsugæslustöðinni þinni getur þú fengið ráð og leiðbeiningar sem og á Göngudeild sóttvarna, Þönglabakka 1, Reykjavík. Sími 513 5130.

Þeir sem hyggja á ferðalög og þurfa bólusetningar greiða sjálfir fyrir þær og í sumum tilvikum getur kostnaðurinn verið talsverður.

Þessi grein var skrifuð þann 29. nóvember 2016

Síðast uppfært 26. ágúst 2019