Eldra fólk

Með hækkandi aldri verður erfiðara að takast á við afleiðingar erfiðra veikinda eins og inflúensu og lungnabólgu. Því er mælt með því að þeir sem náð hafa 60 ára aldri láti bólusetja sig gegn inflúensu og pnemókokkabakteríunni  sem veldur lungnabólgu. 

Inflúensa

Inflúensu bóluefnið er skammvirkt og því þarf að bólusetja gegn henni árlega.

Pnemókokkabakterían

Bólusetningu gegn pnemókokkabakteríunni er nóg að fá einu sinni eftir að 60 ára aldri er náð. Hægt er að sjá inn á mínum síðum Heilsuveru yfirlit yfir bólusetningar.

Nánar um pnemókokkabakteríuna og þá sjúkdóma sem hún veldur. 

Hvar er hægt að fá bólusetningu?

Boðið er upp á bólusetningar gegn inflúensu á haustin. Þú getur fengið allar bólusetningar sem þú þarft á þinni heilsugæslustöð. Sumar lyfjaverslanir bjóða einnig upp á bólusetningar og sum fyrirtæki kosta bólusetningar fyrir starfsmenn sína. 

Þessi grein var skrifuð þann 08. júní 2017

Síðast uppfært 17. október 2019