Skírnarsálmurinn sem margir þekkja er ortur af Páli Jónssyni, presti í Viðvík í Skagafirði (1812-1889).
Veturinn 1884 var séra Páli og Önnu konu hans sérlega erfiður. Í janúar herjaði barnaveiki á barnahópinn þeirra og á níu daga tímabili um mánaðarmótin janúar og febrúar létust 3 barna þeirra úr sjúkdómnum. Þau voru á aldrinum fjögurra til sjö ára þegar þau létust. Í óbilandi trú sinni á forsjá Guðs settist skáldið niður og orti sálminn og bað börnunum blessunar Jesú.
Ó, Jesú bróðir besti
og barna vinur mesti
æ, breið þú blessun þína
á barnæskuna mína
Barnaveikin leikur börn og foreldra þeirra ekki lengur svona grátt. Þökk sé bólusetningum.