Hér getur þú bæði skoðað áfengisvenjur þínar með því að nota reiknivélina og skrá fjölda drykkja.
Óhófleg áfengisneysla er oftast tengd félagslegum og heilsufarslegum afleiðingum. En í raun sýnir aðeins lítill hluti þeirra sem drekka óhóflega einkenni ofneyslu. Þeir virðast halda fullri daglegri virkni í leik og starfi, meðal vina og ókunnugra. Jafnvel þótt áfengisneyslan sé stöðug eða að aukast.
Jafnvel hinar minnstu óþægilegu meðvituðu afleiðingar óhóflegrar áfengisneyslu geta leitt til íhugunar og spurningar vakna: Drekk ég of mikið? Bitnar drykkjan á öðrum? Skaða ég sjálfa/n mig? Þarf ég að draga úr neyslunni?
Skráðu inn hversu mikið þú drekkur að jafnaði á viku hér fyrir neðan, smelltu á hnappinn næsta skref og sjáðu hversu mikið þú drekkur, áætlaðan kostnað og fjölda hitaeininga. Í lokin getur þú skoðað yfirlit yfir þínar áfengisvenjur.
Athugaðu að þú getur valið mismunandi tegundir og styrk drykkja með því að fara í fellivalmynd hverrar tegundar.