Hvað kostar áfengis- og vímuefnaneyslan þjóðfélagið?
Samfélagslegur kostnaður vegna áfengis- og vímuefnaneyslu er varlega áætlaður á bilinu 53 til 85 milljarðar á ári.
Þjóðfélagsleg byrði áfengisneyslu
- 48% af öllum banaslysum í umferðinni 2004-2008 má rekja til ölvunar og 28% af öllum umferðarslysum.
- Einstaklingur er líklegri til að fá fangelsisdóm ef viðkomandi er með áfengis- eða vímuefnavanda.
- Rúm 22% sjúklinga á Vogi 2008 þáðu örorkubætur.
- 32% þeirra sem komu á Vog árið 2008 höfðu hlotið dóm.
- 14% innlagðra á Vogi 2008 sögðust hafa framið afbrot síðustu 30 daga.
- Um helmingur þeirra sem koma á bráðamóttöku LSH um helgar eru undir áhrifum áfengis og annarra vímuefna.
Skaðlega áhrif vegna áfengisneyslu annarra
Í könnun á áfengisneyslu Íslendinga frá 2013 kemur m.a. fram að 1,1% aðspurðra hafa orðið fyrir eða valdið meiðslum eða slysum á síðastliðnum 12 mánuðum vegna eigin áfengisneyslu en það eru ríflega 3,580 manns. Um 7,2% höfðu svo einhvern tímann orðið fyrir eða valdið meiðslum eða slysum, þó ekki á síðastliðnum 12 mánuðum. Í heildina eru það um 8,3% eða rétt rúmlega 27,000 manns.
Þá höfðu um 47% einhvern í sínu nánasta umhverfi, fjölskyldumeðlim, fyrrverandi maka, vin eða vinnufélaga, sem hafði drukkið of mikið áfengi einu sinni eða oftar á síðustu 12 mánuðum. Um 60% sögðu að það hafi haft neikvæð áhrif á sig, heldur fleiri konur en karlar. Nánast enginn munur var milli aldursflokka eða hvort þau byggju á höfuðborgarsvæðinu eða ekki hvað þetta varðaði.